Giftingar- og trúlofunarhringar: hvernig hring á að velja?

Þegar kemur að trúlofunarhringum eru engar fastar reglur um fyrirkomulag. Margir fara "amerísku leiðina" og framkvæma bónorðið með þeim hætti að annar aðilinn beri trúlofunarhring, sem oft er skreyttur demanti. En það er sömuleiðis algengt að báðir aðilar beri trúlofunarhringa. Stundum bætir fólk við giftingarhring á brúðkaupsdeginum, en það er líka hægt að einfaldlega pússa og fægja trúlofunarhringana fyrir stóra daginn, og nota trúlofunarhringana sem giftingarhringa. 

Hvað sem fólk ákveður að gera, þá þarf að huga að ýmsum þáttum þegar til stendur að velja giftingar- og/eða trúlofunarhringa. 

  • Hve þykkur og breiður ætti baugurinn að vera?
  • Úr hvaða málmi á hann að vera og hvernig áferð á að vera?
  • Á að vera demantur í honum eða ekki?

Margir hafa fyrirfram ákveðnar hugmyndir um draumahringinn sinn en fyrir aðra getur valið reynst þrautin þyngri. Þess vegna ætlum við nú að fara yfir helstu þætti þessara einstöku hringa.

 

1. Málmurinn

Fyrsta mál á dagskrá er að ákveða málminn. Hjá okkur er hægt að fá giftingar- og trúlofunarhringa úr gulli, hvítagulli og stáli. Við erum einnig með gerð þar sem gulli og hvítagulli er blandað saman. 

Gullhringar | Hvítagullshringar | Stálhringar

 

2. Breidd baugsins

Við bjóðum upp á giftingarhringa í fjórum breiddum, frá þremur upp í sex millimetra.

Algengt er að fólk með fíngerða fingur velji þriggja eða fjögurra millimetra, en þeir sem hafa stórgerðar hendur velja oft breiðari gerðirnar. Auðvitað er þetta þó ekki algilt. Hafa skal það í huga að það er engin föst regla um að hringarnir verði að vera í sömu breidd. Mestu máli skiptir að verðandi brúðhjón séu bæði ánægð með hringinn sem þau bera. 

Svo er vert að nefna að þeir sem nú þegar bera demantshringa kjósa oft að para þá saman við giftingarhringinn, þ.e. að bera þá á sama fingri. Í þessum tilfellum er algengt að valinn sé þriggja eða fjögurra millimetra giftingarhringur.




 


 

3. Áferð

Gull- og hvítagullshringarnir fást með sléttri áferð, hamraðri og brenndri. Ef ætlunin er að ganga með trúlofunar- og giftingarhring á sama fingri er vert að hugsa út í samspil hringanna tveggja útfrá áferð þeirra og formi. Margir kjósa blanda saman samskonar áferðum, en það getur líka komið skemmtilega út að para saman slétta áferð við grófa.

Á myndinni hér fyrir neðan eru brúðhjónin hvort um sig með tvo hringa, annarsvegar trúlofunarhring með sléttri áferð og hinsvegar giftingarhring sem hefur grófari áferð.

 


4. Demantur eða ekki? 

Það er ekkert sem segir að það þurfi að vera demantur í giftingar- og trúlofunarhringum. Í mörgum tilfellum er meira að segja hægt að byrja með steinalausa hringa, en bæta svo við demöntum síðar. 

Ein af fjölmörgum "hefðum" sem sumir kjósa að fylgja er að gefa maka sínum "morgungjöf" daginn eftir brúðkaupsdaginn. Hafa ber í huga að það er engin skylda að gefa slíka gjöf, en í slíkum tilfellum er stundum gefinn demantur. Stakur demantur, einn og sér í öskju, sem hægt er að setja í hringinn síðar.  

Ef þú ert að íhuga að hafa demant í hringnum þínum er gott fyrir þig að vita hvað það er sem hefur segir til um gæði demanta og verðmæti þeirra. 

Það eru einkum fjórir þættir sem ákvarða gæði demanta. Caröt (eða punktar) segja til um þyngd (og þar með stærð) demantsins, en segja í raun ekkert um eiginleg "gæði" hans. Það eru einkum hinir þrír þættirnir sem ákvarða gæði demanta, en þeir eru litbrigði, hreinleiki og skurður. Á ensku er talað um "the four C's", Carat, Color, Clarity and Cut.  

Því hærra sem steinninn skorar í hverjum þessara flokka, því verðmætari (og dýrari) er hann. Ef þú vilt fræðast enn betur um demanta, þá hvetjum við þig til að lesa þessa grein

 

 

Aðrar áhugaverðar greinar

 



Hvað viltu skoða næst?