Giftingar- og trúlofunarhringar

Giftingar- og trúlofunarhringar eru einstakir skartgripir. Að ýmsu þarf að huga við val þeirra, enda er um að ræða skartgrip sem viðkomandi aðilar ætla sér að bera alla ævi. En valið snýst ekki bara um útlit hringsins, heldur þarf einnig að velta fyrir sér fyrirkomulaginu, og hvort fylgja skuli ákveðnum hefðum eða reglum. Meðal algengra spurninga sem við fáum varðandi hefðir eru:

  • Hvort á hringurinn að vera á hægri hendi eða vinstri, og á hvaða fingri?
  • Þurfa báðir aðilar að ganga með trúlofunarhring?
  • Þarf að kaupa bæði trúlofunarhring og giftingahring?

Spurningarnar einskorðast þó ekki við hefðir, heldur fáum við margar spurningar um hvernig hringarnir sjálfir eigi að líta út:

  • Hve þykkir og breiðir ættu hringarnir að vera?
  • Þarf giftingarhringurinn að vera úr gulli?
  • Á að vera demantur hringnum eða ekki?

Hefðirnar eru margskonar, og allar svara þær þessum spurningum á ólíkan máta, en stutta svarið við þeim öllum er: Það eru engar fastar reglur sem gilda um trúlofunar- og giftingarhringa.

Hér höfum við tekið saman allar helstu upplýsingar um þessa einstöku skartgripi, og vonandi hjálpar þessi samantekt þér við leitina rétta hringnum.