Leitin að fermingargjöfinni..
Það getur reynst vandasamt að finna réttu fermingargjöfina. Það er margt sem kemur til greina, og þó þú sért hingað komin(n) er enn úr mörgu að velja.
Þess vegna langaði okkur að gera stutta samantekt þar sem við förum yfir helstu gjafaflokkana sem við teljum að muni hitta í mark hjá fermingarbarninu.
-
Krossar
Fermingar fara ekki allar fram í kirkjum, eða á vegum kirkjunnar, en vissulega fara margir þá leiðina. Við bjóðum upp á mikið úrval krossa úr gulli, silfri og stáli. Hönnun þeirra er margskonar og verðbilið er nokkuð breitt svo flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
-
Eyrnalokkar
Einsteinslokkar og kúlulokkar eru gríðarlega vinsælir um þessar mundir, hjá strákum jafnt sem stelpum. Vinsælustu lokkarnir okkar eru silfureyrnalokkar með hvítum cubic zirconia steinum, en auk þess eru svokallaðir „hoops“ lokkar mjög vinsælir.
-
Hálsmen og hálskeðjur
Við bjóðum upp á mikið úrval af hálskeðjum og hálsmenum. Hvað stráka varðar hafa grófar hálskeðjur á borð við Cuban Link keðjurnar okkar notið mikilla vinsælda. Úrval af fíngerðum hálsmenum er nokkuð mikið, en við mælum sérstaklega með að skoða Gáru hálsmenin okkar, en þessi lína er hönnuð þannig að hægt er að hanna sitt eigið hálsmen með því að raða saman ólíkum stærðum af Gárum. Þetta þýðir að hálsmenið getur vaxið með fermingarbarninu, því þar er alltaf hægt að bæta við Gáru af annarri stærð síðar meir.
-
Klukkur
Ef táningurinn á erfitt með að vakna á morgnana, þá mælum við með Lexon náttborðsklukku, en þarna er á ferðinni verðlaunuð og gríðarlega sniðug hönnun. Varðandi úr, þá mælum við með að skoða norðurljósaúrin frá Jens, en þau eru alfarið okkar hönnun.
-
Nytjahlutir
Við seljum ekki bara skartgripi heldur bjóðum við einnig upp á fjölbreytt úrval nytjahluti, bæði fyrir heimilið og einstaklinga. Þar má t.d. nefna skartgripaskrín frá Stackers og veski frá Secrid.
-
Armbönd
Armbönd eru mjög vinsæl um þessar mundir, einkum hjá strákum. Við mælum með að skoða sérstaklega leðurarmbönd og cuban link armbönd.
-
Jakkafataskart
Bindisnælur og ermahnappar eru klassískir fylgifiskar ferminga. Við bjóðum upp á silfurbindisnælur en ermahnapparnir hjá okkur fást í bæði silfri og stáli.
-
Perlur
Við finnum einnig fyrir vinsældaaukningu í perluskartgripum. Þarna er úrvalið nokkuð fjölbreytt hvað varðar tegundir perla og verð gripanna.
-
Demantar
Í kringum fermingar finnum við fyrir auknum áhuga á demantsskartgripum. Það er ekki nema von, því margir kjósa að nýta fermingarviðburðinn sem tækifæri til að gefa barninu sinn fyrsta demant. Hér mælum við sérstaklega með að skoða demantaúrvalið í Gáru-línunni okkar.
-
Borðbúnaður
Þó enn séu (vonandi) þónokkur ár þar til fermingarbarnið flytur að heiman, þá hefur vandaður borð- og húsbúnaður notið aukinna vinsælda í kringum fermingar. Meðal gripa sem við getum mælt sérstaklega með eru handsmíðaður kökuhnífur, fatahengið Svanur og kertaslökkvari með íslenskum steini. Allt eru þetta gripir sem fermingarbarnið getur í flestum tilfellum byrjað að nota strax, og geta síðan fylgt þeim þegar komið er að því að flytja í eigið húsnæði.
Með þessum pistli vonumst við til að hafa einfaldað leit þína að fermingargjöf. Við höfum einnig tekið saman gjafahugmyndlista fyrir stelpur og fyrir stráka, en ef þú vilt skoða allt vörusafnið þá getur þú auðvitað gert það. Þá mælum með því að þú notir vörusíuna okkar, en hún er einstaklega öflug.