Lexon Flip

 

Sniðug vekjaraklukka

Flip vekjaraklukkan er margverðlaunuð enda er virkni hennar einstaklega sniðug. Ef þú vilt láta klukkuna vekja þig þá snýrð þú ON-hliðinni upp. Á klukkunni er LCD skjár sem þú getur lýst upp með því að snerta vekjaraklukkuna. Ef þú vilt sofa í fimm mínútur í viðbót (snooze-a) er nóg að snerta klukkuna. Þegar þú vilt slökkva á vekjaranum snýrð þú einfaldlega OFF-hliðinni upp.  

Horfðu á myndbandið til að sjá hvernig vekjaraklukkan virkar.

Stílhrein hönnun

Flip fæst í mörgum litum og ytra byrði klukkunnar er úr sílikon-gúmmíi. Stærð klukkunnar gerir það að verkum að auðvelt er að taka hana með í ferðalagið.

Það eru takkar aftan á vekjaraklukkunni sem gera þér kleift að stilla tímann, og vekjarann. Lexon Flip er 2,8 cm á hæð, 10,2 cm á breidd og 6,4 cm á dýpt. Hún gengur fyrir tveimur AAA rafhlöðum. 


 

Skoða Lexon Flip í vefverslun