Gárur

Skartgripir með persónulegri merkingu 

Gárur á vatni myndast við ákveðinn atburð, eins og þegar steinn snertir yfirborð þess. Gárurnar eru til marks um atburðinn sjálfan og þaðan er innblástur þessarar skartgripalínu fenginn. Hver gára táknar ákveðinn atburð í lífi okkar. 

Gáruhálsmen voru fyrstu gripirnir í þessari skartgripalínu. Hægt er að fá Gáruhálsmen í í fjórum stærðum, og er hönnunin þannig að gárurnar geta fallið hver inn í aðra. Þannig getur gáruhálsmen verið ein gára eða allt að fjórar. Gárurnar fást í silfri, gulli og rósagulli og eru þær ýmist með eða án skrautsteina. Síðan þá höfum við aukið við úrval og möguleika línunnar með því að bæta við eyrnalokkum og hringum. 

Markmið þessarar skartgripalínu er að gera þér kleift að útbúa skartgrip sem hefur sérstaka og persónulega þýðingu fyrir þig. Þannig getur þú t.d. sett saman hálsmen eða hring og látið skartgripinn tákna ákveðinn atburð, áfanga, eða fjölskyldumeðlimi.

Smelltu hér til að hanna þína Gáru

66 vörur