
Gáru hálsmen - gull - Medium
JP-617-G
Hálsmenið myndar hring sem táknar gáru. Gárurnar er hægt að fá í fjórum stærðum sem hver fellur inní aðra eins og gárur á vatni. Gárurnar koma í margskonar útfærslum með nánast endalausum samsetningar möguleikum. Þannig er hægt að láta samsetninguna tákna eitthvað persónulegt, eins og fjölskyldumeðlimi, vini eða tímamót.
Gáran er handsmíðuð úr 14 karata gulli og er um 17 mm í þvermál eða stærð M. Stærðirnar sem eru í boði eru XS S M og L.
Hönnuður er Berglind Snorra.
Smelltu hér til að hanna þitt eigið Gáruhálsmen.
Netpantanir eru að jafnaði afgreiddar næsta virka dag frá kaupum. Þú færð tölvupóst frá okkur um leið og pöntunin er tilbúin til afhendingar í verslunum okkar eða þegar við komum henni í hendur flutningsaðila sem sér um að koma pöntuninni á áfangastað.