Úr frá Jens

Úrin frá Jens státa af svissnesku úrverki og eru búin til úr safír gleri og hágæða stáli. Skífan er úr lithverfri, svartri perlu sem minnir á norðurljósin og eru engar tvær skífur alveg eins. Um er að ræða vandaða íslenska hönnun, en hönnuður úranna er Berglind Snorra.

 

Skífan

Helsta einkenni Jens-úranna er skífan. Hún er úr svartri perlumóður sem er ysta lag perlna. Hvert úr er einstakt því engar tvær perlumæður eru eins. Um er að ræða lithverft efni en það þýðir að litur skífunnar breytist eftir því hvernig ljós fellur á hana. Myndin hér fyrir neðan sýnir þessa virkni en þar kemur sama úrið fyrir þrisvar sinnum. 

Svissneskt úrverk, eðalstál, safírgler.

Við völdum vandað svissneskt úrverk sem hægt er að treysta á. Slík úrverk hafa um áratugabil verið þekkt fyrir gæði, enda þurfa þau að uppfylla ákveðna gæðastaðla. Við smíði úranna eru notuð vönduð hráefni á borð við eðalstál og safír gler. Um er að ræða harðgerð efni sem gefa úrunum fallegt yfirbragð, en um leið hörku. 

Hvaða litur ert þú?

Úrin fást í þremur litum. Þú getur valið um að hafa úrið rósagull-, svart-, eða stál-litað.

 

Stórt? Lítið?

Jens-úrin eru til í tveimur stærðum. Stærri gerðin hefur 40mm skífu en smærri gerðin er 36 mm.

Viltu breyta ólinni?

Úrin eru hönnuð þannig að það er hægt að velja á milli nokkurra gerða af ólum. Til viðbótar málm-ólunum þremur bjóðum við upp á ólar úr ekta leðri. Það er einfalt að skipta um ól og getur þú því keypt þér aukaól og breytt yfirbragði úrsins þíns þegar þér hentar.

Fer vel á hendi

Við hönnun úrsins var þess gætt að hafa það eins þunnt og unnt var.

Gerðu úrið persónulegra

Á bakhlið úrsins er nóg pláss til að áletra falleg skilaboð og gera úrið þannig enn persónulegra. 

 

Skoða úrin frá Jens í vefverslun