Við seljum vandaða skartgripi og gjafavöru sem eru okkar eigin íslenska hönnun og bjóðum auk þess upp á vandaðar vörur frá heimsþekktum framleiðendum.
 |
Jens skartgripalínan skartar einstökum handgerðum skartgripum sem oft eru skreyttir íslenskum steinum. Þetta er klassíska hönnunin sem við höfum verið þekkt fyrir allt frá árinu 1965.
Skoða vörur
|

|
Uppsteyt er uppreisn gagnvart hinum hefðbundnu gildum sem ríkt hafa í skartgripaframleiðslu. Skartgripirnir í þessari línu er gerðir úr rhodium-húðuðu silfri og hafa þeir náð miklum vinsældum meðal fólks sem vill vandaða silfurskartgripi á hagkvæmu verði.
|
 |
Stál í stál er gjafavörulína Jens. Innan línunnar má finna fjölbreytt úrval gjafavöru sem á það sammerkt að vera framleidd úr hágæða stáli. Vinsældir línunnar aukast stöðugt, einkum vegna eiginda stálsins sem, ólíkt silfurgripum, þarf ekki að pússa stöðugt til að halda glans.
Skoða vörur
|
 |
Georg Jensen þarf vart að kynna. Tímalaus, klassísk skandinavísk hönnun sem nýtur vinsælda um víða veröld.
Skoða vörur
|
 |
Secrid veskin geyma kortin þín á fyrirferðalítinn og þægilegan máta. Veskin eru úr áli og eru búin RFID vörn sem ver kortið þitt gagnvart óvæntum skönnunum óprúttinna aðila. Margskonar útfærslur eru í boði en um er að ræða margverðlaunaða hönnun.
Skoða vörur
|
 |
Stackers skartgripaskrínin koma í mörgum útfærslum og eru ætluð til geymslu á skartgripum, úrum og hverju því sem þú vilt geyma á fallegan og aðgengilegan máta. Þú getur sett Stackers skrínin saman á margskonar vegu, og þannig útbúið skartgripaskrín eftir þínu höfði.
Skoða vörur
|