Bóndadagurinn er á föstudag!
Mánuðurinn "þorri" gengur í garð í 13. viku vetrar, en Bóndadagurinn markar upphafsdag hans. Minnst er á þennan mánuð í heimildum frá miðöldum, og þar talað um Þorrablót, en lítið er þó vitað um hvernig þau fóru fram. Það eina sem er fullvíst, er að á þorranum var mikið um veisluhald og fólk gjarnt á að gera vel við sig í mat og drykk.
Síðari ár hefur skapast hefð fyrir því að gleðja bóndann sinn með óvæntri gjöf Bóndadeginum, hvort sem það er gripur eða upplifun, og þess vegna tókum við saman stutta grein um helstu gjafahugmyndir fyrir Bóndadaginn. Þessari stuttu grein lýkur svo með topp 10 gjafahugmyndalistanum okkar.
Jakkafataskart hefur lengi verið sígildur kostur þegar kemur að skartgripum fyrir karlmenn. Það er hinsvegar svo að áhugi þeirra einskorðast ekki við slíka gripi. Stálhringar og stálarmbönd njóta mikilla vinsælda, sem og hálsmen eins og Þórshamarinn, ýmisskonar krossar, og æðruleysis- eða sjóferðabænamenin. Einnig hafa Cuban Link hálskeðjur verið mjög vinsælar.
Æðruleysisbænin á vönduðu og gerðarlegu stálhálsmeni
Hvað skartgripi varðar finnum við þó mesta vinsældaaukningu í flokki eyrnalokka, einkum svokallaðra einsteinslokka. Í slíkum lokkum er það steinninn sem er mest áberandi, og er hann þá í einfaldri umgjörð. Þeir allra vinsælustu hjá okkur um þessar mundir eru Cubic Zirconia-lokkarnir okkar sem hægt er að fá í fimm stærðum.
Cubic Zirconia einsteinslokkar í fimm stærðum
Ef bóndinn er gjarn á að ganga með úr, og á jafnvel nokkrar gerðir, gæti úraskrín verið góð gjöf, enda ættu úr að vera vandlega geymd á góðum stað. Úraskrínin eru af nokkrum gerðum og stærðum, og erum við meira að segja með ferðaúraskrín. Einnig gæti náttborðsskrín hentað þeim sem taka gjarnan af sér skartgripi áður en farið er að sofa, en einnig má geyma síma í skríninu. Og á meðan náttborð eru til umræðu, þá verðum við að nefna þessar ótrúlega sniðugu náttborðsklukkur frá Lexon.
Náttborðsskrín með hólfi til að hlaða símann
Áður en við lokum úra-kaflanum viljum við minna á að fyrir nokkrum árum hönnuðum við og framleiddum okkar eigin Jens-úr sem státa af svissnesku úrverki og eru búin til úr safír gleri og hágæða stáli. Skífan er úr lithverfri, svartri perlu sem minnir á norðurljósin og eru engar tvær skífur alveg eins. Þú getur lesið meira um úrin hér, og ef þú vilt skoða vöruúrvalið skaltu smella hér.
Jens-úrin fást í þremur litum og er hægt að velja um málm- eða leðuról.
Með tilkomu rafrænna greiðslumáta hafa vinsældir hefðbundinna korta- og seðlaveskja dvínað nokkuð, en Secrid-veskin sem við bjóðum eru þó alltaf vinsæl, enda státa þau af einstaklega sniðugri og margverðlaunaðri hönnun.
Hér var einungis um stutta samantekt að ræða, en ef þú smellir hér getur þú skoðað stærra vörusafn sem við tókum saman og teljum að geti hentað bóndanum vel. Ef þú hinsvegar vilt stökkva út í dýpsta hluta laugarinnar, þá getur þú skoðað allt vöruúrvalið okkar hér. En annars er topp tíu gjafahugmyndalistinn okkar hér, í engri sérstakri röð:
1. Flauelsklætt úrabox úr leðri, tvær stærðir: lítið - stórt
3. Leðurarmband með áletranlegri stálplötu
4. Glitrandi Cubic Zirconia einsteinslokkar
7. Stálhringur