Skilmálar um viðskipti

1. Almennt

Þessi skilmáli gildir um viðskipti á milli viðskiptavinar og Jens Guðjónsson ehf. (hér eftir „Jens“ eða „fyrirtækið“), kt. 470492 2369, að Grandagarði 31, 101 Reykjavík, sími 546 6446, virðisaukaskattsnúmer 33255.

Í þessum skilmálum vísar „viðskiptavinur“ eða „kaupandi“ til rétthafa og/eða þess lögaðila sem greiðir fyrir þjónustuna sem fyrirtækið innir af hendi. Kaupandi verður að vera orðinn að minnsta kosti 18 ára til að versla í vefverslun fyrirtækisins, jens.is

 

2. Skilaréttur

Almennur skilafrestur á vöru er 30 dagar.

Við skil skal framvísa kaup- eða gjafakvittun svo hægt sé að staðfesta uppruna kaupa og kaupdagsetningu.

Við skil á vöru hafa viðskiptavinir val um að fá inneignarnótu eða skipta henni út fyrir aðra vöru. Ekki er boðið upp á endurgreiðslu vegna vörukaupa sem eiga sér stað í verslunum fyrirtækisins.

Þegar vörukaup eru gerð með fjarsölusamningi (t.d. netpöntun) gilda ákvæði laga nr. 16/2016 um neytendasamninga, sem kveða á um rétt neytenda til fullrar endurgreiðslu við vöruskil að uppfylltum vissum skilyrðum, sjá nánar í lið 3 – Réttur til að falla frá samningi.

Kostnaður við endursendingu á skilavöru er á ábyrgð kaupanda.

Þú ert aðeins ábyrg(ur) fyrir rýrnun á verðgildi vörunnar sem stafar af meðferð hennar annarri en þeirri sem nauðsynleg er til að staðfesta eiginleika, einkenni og virkni hennar. Fyrirtækið áskilur sér rétt til að sannreyna að ástand skilavöru sé í lagi, og að skilaferli sé í fullu samræmi við ákvæði laga nr. 16/2016 um neytendasamninga, áður en gengið er frá skilum að fullu, innan eðlilegs tíma, eða 14 daga að hámarki frá því fyrirtækið hefur veitt skilavöru móttöku.

 

3. Réttur til að falla frá samningi

Þú hefur rétt til að falla frá fjarsölusamningi (t.d. netpöntun) án þess að tilgreina nokkra ástæðu innan 14 daga.

Frestur til að falla frá samningnum rennur út 14 dögum eftir þann dag sem þú eða annar einstaklingur sem þú tilgreindir, annar en flutningsaðilinn, hefur fengið vöruna í sína vörslu.

Til þess að nýta réttinn til að falla frá samningnum þarft þú að tilkynna okkur (Jens Guðjónsson ehf., Grandagarði 31, 101 Reykjavík, jens@jens.is) ákvörðun þína um að falla frá samningnum með ótvíræðri yfirlýsingu (t.d. með bréfi sendu í pósti eða tölvupósti). Nota má meðfylgjandi staðlað eyðublað, en það er ekki skylda.

Til að fresturinn teljist virtur nægir þér að senda tilkynningu um að þú neytir réttar þíns til að falla frá samningi áður en fresturinn rennur út.

Þú þarft að endursenda vöruna eða afhenda vöruna til okkar án ástæðulausrar tafar og eigi síðar en 14 dögum eftir daginn sem þú tilkynnir okkur ákvörðun þína um að falla frá samningnum. Fresturinn telst virtur ef þú endursendir vöruna fyrir lok 14 daga tímabilsins. Þú þarft að bera beinan kostnað af endursendingu vörunnar

Áhrif þess að falla frá samningi:

  • Ef þú fellur frá fjarsölusamningi munum við endurgreiða þér allar greiðslur sem við höfum fengið frá þér, þ.m.t. afhendingarkostnað (að undanskildum viðbótarkostnaði vegna þess að þú valdir annan afhendingarmáta en ódýrasta staðlaða afhendingarmáta sem við bjóðum).
  • Endurgreiðsla fer fram án ástæðulausrar tafar og alla jafna ekki síðar en 14 dögum eftir að okkur berst tilkynning um um að þú fallir frá þessum samningi.
  • Við munum endurgreiða þér með því að nota sama greiðslumiðil og þú notaðir í upphaflegu viðskiptunum, nema þú hafir samþykkt annað sérstaklega. Þú þarft ekki að bera neinn kostnað af þessari endurgreiðslu.
  • Við getum beðið með endurgreiðslu þar til við höfum fengið vöruna aftur eða þú hefur lagt fram sönnun fyrir endursendingu hennar, hvort sem kemur á undan.

 

4. Ábyrgð

Ábyrgð nær ekki til tjóns sem hlýst af slysi, vanrækslu eða venjulegu sliti sem verður við notkun og/eða sökum aldurs vörunnar. Þegar um koma mál vegna galla á vöru gilda ákvæði laga nr. 48/2003 um neytendakaup.

Ef viðskiptavin grunar að vara sé gölluð skal umsvifalaust ganga frá vörunni á öruggan stað, og tilkynna fyrirtækinu um málið eins fljótt og auðið er með því að koma vörunni í hendur fyrirtækisins eða með því að senda tölvupóst á netfangið jens@jens.is.

Lög nr. 48/2003 kveða á um að almennur réttur neytenda til að fá galla bættan er tvö ár frá því að vörunni var veitt viðtaka. Í tilfellum þar sem hlut er ætlaður verulega lengri endingartími en almennt gerist um söluhluti er frestur til að bera fyrir sig galla fimm ár frá því að hlutnum var veitt viðtaka.

Ef um er að ræða sölu á vöru til lögaðila annarra en einstaklinga (atvinnustarfsemi) er ábyrgð á galla 1 ár frá kaupdagsetningu, í samræmi við lög um lausafjárkaup.

Ábyrgð er ekki staðfest nema gegn framvísun kvittunar fyrir kaupum.

Fyrirtækið er ekki skuldbundið til að gefa eftir eða taka þátt í viðgerðakostnaði, veita afslátt, eða skipta út vöru eftir að ábyrgðartíma lýkur.

Fyrirtækið áskilur sér rétt til að taka vöru inn á verkstæði fyrirtækisins til skoðunar svo hægt sé að meta hvort vara sé sannarlega gölluð.

Í tilfellum þar sem um galla er að ræða er fyrirtækinu skylt að bjóða viðskiptavin viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa. Það fer eftir atvikum hvaða leið er valin hverju sinni. Ef gert er við vöru sem var gölluð eða henni skipt út er það gert án kostnaðar fyrir viðskiptavin. Lög nr. 48/2003 kveða á um að seljandi vöru geti að hámarki bætt úr eða afhent nýja vöru vegna sama galla í tvígang, nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi sem réttlæta frekari úrbætur eða afhendingu.

Komi upp ágreiningur vegna ábyrgðarmála er hægt að vísa málinu til Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa (www.kvth.is), Borgartúni 29, 105 Reykjavík.

 

5. Netpantanir, afhending vöru, vöruverð og sendingarkostnaður

Netpöntun telst bindandi þegar hún er skráð á netþjón fyrirtækisins. Það gerist þegar kaupandi hefur staðfest kaup í kaupferlinu á jens.is

Netpantanir eru afgreiddar eftir að greiðsla hefur borist fyrir pöntun, innan þeirra tímamarka sem valinn afhendingarmáti segir til um.

Kaupandi fær sendan tölvupóst (ef viðskiptavinur gaf upp netfang í pöntunarferli) þegar pöntun þegar er tilbúin til afhendingar í verslun eða þegar henni hefur verið komið í hendur flutningsaðila fyrirtækisins, sem er Pósturinn, og gilda þá afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Póstsins um afhendingu vörunnar.

Hægt er að velja um að sækja pantanir í verslanir eða fá þær sendar með þjónustuaðila fyrirtækisins, sem er Pósturinn

Fyrirtækið ber samkvæmt ofangreindu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni eða týnist eftir að hún er send frá Jens ehf. er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Fyrirtækið áskilur sé rétt til að aflýsa í heild eða að hluta til pöntun kaupanda ef umrædd vara er uppseld. Í þessum tilfellum er haft samband við viðskiptavin og honum veittar upplýsingar um staðkvæmdavörur eða forsendubreytingu á pöntuninni. Að því loknu fær viðskiptavinur tækifæri til að samþykkja tillögu fyrirtækisins eða hafna henni og aflýsa þannig pöntuninni í heild sinni.

Fyrirtækið áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða gruns um sviksamlega viðskiptahætti.

Fyrirtækið áskilur sér rétt til að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.

Fyrirtækið áskilur sér rétt til að staðfesta pantanir símleiðis.

 

6. Upplýsingar um vöru og þjónustu

Fyrirtækið veitir upplýsingar um vörur eftir bestu vitund hverju sinni.

Allar upplýsingar um vörur eru birtar með fyrirvara um villur í texta, verðum og myndum, hvort sem birtingin er á prent-, ljósvaka-, eða vefmiðlum.

Vöruúrval getur verið mismunandi á milli netverslunar og verslana fyrirtækisins.

 

7. Vöruverð

Öll verð í vefverslun innihalda 24% vsk. Undantekning frá þessari reglu er ef um er að ræða vörur sem heyra undir annan virðisaukaskattsflokk eins og t.d. bækur sem bera 11% virðisaukaskatt.

Í ákveðnum tilfellum bætist sendingarkostnaður við pöntun áður en greiðsla fer fram.

Réttur viðskiptavina til að fá pöntun afhenta án sendingarkostnaðs takmarkast við heildarfjárhæð kaupa.

Þegar um er að ræða sendingar út fyrir Ísland geta tollar og önnur gjöld bæst við vöruverðið, enda inniheldur vöruverð á vefsíðunni ekki slík gjöld.

Vöruverð getur breyst án fyrirvara.

 

8. Persónuvernd

Farið er með allar persónuupplýsingar sem fyrirtækið móttekur frá viðskiptavinum sem trúnaðarmál, í samræmi við ákvæði skilmála fyrirtækisins um persónuvernd.

Ekki er krafist viðbótarpersónuupplýsinga við kaup á vörum í verslun, umfram það sem þörf á til að uppfylla þjónustu og afhenda vöru til kaupanda.

Fyrirtækið kappkostar að vinna einungis með þær upplýsingar sem eru nauðsynlegar og viðeigandi hverju sinni.

Fyrirtækið vinnur með persónuupplýsingar viðskiptavina í eftirtöldum tilgangi:

  • Til að veita þá þjónustu sem viðskiptavinur óskar eftir hverju sinni
  • Í markaðslegum tilgangi til að kynna vörur og þjónustu fyrirtækisins.
  • Til að stuðla að framþróun á þjónustu fyrirtækisins og auknum gæðum. 
  • Á grundvelli lögmætra hagsmuna áskilur fyrirtækið sér rétt til að afhenda lögreglu myndefni úr myndavélakerfi fyrirtækisins til rannsóknar, ef grunur vaknar um refsiverða háttsemi.

Fjallað er um vafrakökur og notkun þeirra í skilmálum fyrirtækisins um vafrakökur.

 

9. Úrlausn ágreiningsmála

Ef viðskiptavinur vill koma á framfæri ábendingu eða kvörtun skal hafa samband við fyrirtækið með því að senda tölvupóst á jens@jens.is. Reynt er að leysa úr ágreiningsmálum eins skjótt og unnt er, eða alla jafna innan 14 daga frá því erindi berst fyrirtækinu með formlegum hætti.

Ef fyrirtækið og viðskiptavinur ná ekki sáttum um ágreining getur
viðskiptavinur beint erindi sínu til viðeigandi eftirlitsaðila, t.d. Neytendastofu eða því stjórnvaldi sem við á hverju sinni.

 

10. Gildistími

Skilmálar þessir gilda frá og með 24. nóvember 2025 þar til nýir skilmálar taka gildi.

 

Útgáfa 1.5

 

Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Hvað viltu skoða næst?