Skilmálar um viðskipti

 

  1. Almennt
    • Þessi skilmáli gildir um viðskipti á milli viðskiptavinar og Jens Guðjónsson ehf. (hér eftir „Jens“ eða „fyrirtækið“), kt. 470492 2369, að Grandagarði 31, 101 Reykjavík, sími 546 6446, virðisaukaskattsnúmer 33255.
    • Í þessum skilmálum vísar „viðskiptavinur“ eða „kaupandi“ til rétthafa og/eða þess lögaðila sem greiðir fyrir þjónustuna sem fyrirtækið innir af hendi. Kaupandi verður að vera orðinn að minnsta kosti 18 ára til að versla í vefverslun fyrirtækisins, jens.is
  1. Skilaréttur
    • Viðskiptavinur getur skilað vöru ef vara er óskemmd, ónotuð, í upprunalegum umbúðum, og ábyrgðarmiði fylgir með.
    • Almennur skilafrestur á vöru er 30 dagar.
    • Kostnaður við endursendingu er á ábyrgð kaupanda.
    • Fyrirtækið býður ekki upp á endurgreiðslu fyrir vöru sem er skilað, heldur getur viðskiptavinur skipt vörunni fyrir aðra vöru eða fengið inneignarnótu. Undantekning frá þessu varðar fjarsölur (á borð við vefpantanir) en viðskiptvinir sem nýta þann verslunarmáta hafa rétt til að fá vöru endurgreidda að fullu innan 30 daga frá kaupum að uppfylltum skilyrðum um ástand skilavöru.
    • Fyrirtækið áskilur sér rétt til að sannreyna að skipti- og skilavara sé í lagi og í upphaflegu ástandi áður en gengið er frá skilum að fullu, innan eðlilegs tíma, eða tveggja vikna að hámarki.
  1. Ábyrgð
    • Ábyrgðir fyrirtækisins takmarka ekki þann rétt sem lög um neytendakaup kveða á um. Ábyrgð vegna galla á vöru samræmist neytendakaupalögum 48/2003. Miðað er við kaupdagsetningu hverju sinni. Ef um er að ræða sölu á vöru til lögaðila annarra en einstaklinga (atvinnustarfsemi) er ábyrgð á galla 1 ár frá kaupdagsetningu, í samræmi við lög um lausafjárkaup nr 50/2000.
    • Ábyrgð er ekki staðfest nema gegn framvísun kvittunar fyrir kaupum.
    • Þessi ábyrgð nær ekki til tjóns sem hlýst af slysi, vanrækslu eða venjulegu sliti sem verður við notkun og/eða sökum aldurs vörunnar.
    • Ef viðskiptavin grunar að galli sé í vöru skal viðskiptavinur umsvifalaust ganga frá gripnum á öruggan stað svo hægt sé að koma honum til skoðunar hjá fyrirtækinu.

    • Fyrirtækið er ekki skuldbundið til að gefa eftir eða taka þátt í viðgerðakostnaði, veita afslátt, eða skipta út vöru eftir að ábyrgðartíma lýkur.

    • Fyrirtækið áskilur sér rétt til að taka vöru inn á verkstæði fyrirtækisins til skoðunar svo hægt sé að meta hvort vara sé sannarlega gölluð.
    • Ef vara telst gölluð munum við gera við hana eða skipta henni, án kostnaðar fyrir viðskiptavin.
    • Í tilfellum þar sem um galla er að ræða er fyrirtækinu skylt að bjóða viðskiptavin viðgerð, nýja vöru, afslátt eða að afturkölla kaupin. Það fer eftir atvikum hvaða leið er valin hverju sinni.
  1. Netpantanir, afhending vöru, vöruverð og sendingarkostnaður
    • Netpöntun telst bindandi þegar hún er skráð á netþjón fyrirtækisins. Það gerist þegar kaupandi hefur staðfest kaup í kaupferlinu á jens.is
    • Netpantanir eru afgreiddar eftir að greiðsla hefur borist fyrir pöntun, innan þeirra tímamarka sem valinn afhendingarmáti segir til um.
    • Kaupandi fær sendan tölvupóst (ef viðskiptavinur gaf upp netfang í pöntunarferli) þegar pöntun þegar er tilbúin til afhendingar í verslun eða þegar henni hefur verið komið í hendur flutningsaðila fyrirtækisins, sem er TVG-Express, og gilda þá afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar TVG-Express um afhendingu vörunnar.
    • Hægt er að velja um að sækja pantanir í verslanir eða fá þær sendar með þjónustuaðila fyrirtækisins, sem er TVG-Express
    • Fyrirtækið ber samkvæmt ofangreindu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni eða týnist frá því að hún er send frá Jens ehf. til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.
    • Fyrirtækið áskilur sé rétt til að aflýsa í heild eða að hluta til pöntun kaupanda ef umrædd vara er uppseld. Í þessum tilfellum er haft samband við viðskiptavin og honum veittar upplýsingar um staðkvæmdavörur eða forsendubreytingu á pöntuninni. Að því loknu fær viðskiptavinur tækifæri til að samþykkja tillögu fyrirtækisins eða hafna henni og aflýsa þannig pöntuninni í heild sinni.
    • Fyrirtækið áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða gruns um sviksamlega viðskiptahætti.
    • Fyrirtækið áskilur sér rétt til að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.
    • Fyrirtækið áskilur sér rétt til að staðfesta pantanir símleiðis.
  1. Upplýsingar um vöru og þjónustu
    • Fyrirtækið veitir upplýsingar um vörur eftir bestu vitund hverju sinni.
    • Allar upplýsingar um vörur eru birtar með fyrirvara um villur í texta, verðum og myndum, hvort sem birtingin er á prent-, ljósvaka-, eða vefmiðlum.
    • Vöruúrval getur verið mismunandi á milli netverslunar og verslana fyrirtækisins.
  1. Vöruverð
    • Öll verð í vefverslun innihalda 24% vsk.
    • Í ákveðnum tilfellum bætist sendingarkostnaður við pöntun áður en greiðsla fer fram.
    • Fari heildarverð pöntunar yfir 5.000 krónur á viðskiptavinur rétt á að fá pöntunina heimsenda án sendingarkostnaðs. Þessi réttur takmarkast þó við afhendingarmöguleika sem flutningsaðili fyrirtækisins hefur uppi hverju sinni.
    • Þegar um er að ræða sendingar út fyrir Ísland geta tollar og önnur gjöld bæst við vöruverðið, enda inniheldur vöruverð á vefsíðunni ekki slík gjöld.
    • Vöruverð getur breyst án fyrirvara.
  1. Persónuvernd
    • Farið er með allar persónuupplýsingar sem fyrirtækið móttekur frá viðskiptavinum sem trúnaðarmál, í samræmi við ákvæði skilmála fyrirtækisins um persónuvernd.
    • Ekki er krafist viðbótarpersónuupplýsinga við kaup á vörum í verslun, umfram það sem Viðskiptavinu Ekki er þörf á að Persónuupplýsingar eru notaðar til að uppfylla þjónustu og afhenda vöru til kaupanda.
    • til að ljúka viðskiptafærslum og gera fyrirtækinu kleift að bjóða viðskiptavinum virðisaukandi þjónustu á borð við skráningu í vinaklúbb fyrirtækisins og þannig fá send tilboð í tölvupósti.
    • Fjallað er um vafrakökur og notkun þeirra í skilmálum fyrirtækisins um vafrakökur.
  1. Úrlausn ágreiningsmála
    • Ef viðskiptavinur vill koma á framfæri ábendingu eða kvörtun skal hafa samband við fyrirtækið með því að senda tölvupóst á jens@jens.is. Reynt er að leysa úr ágreiningsmálum eins skjótt og unnt er, eða alla jafna innan 14 daga frá því erindi berst fyrirtækinu með formlegum hætti.
    • Ef fyrirtækið og viðskiptavinur ná ekki sáttum um ágreining getur
      viðskiptavinur beint erindi sínu til viðeigandi eftirlitsaðila, t.d. Neytendastofu eða því stjórnvaldi sem við á hverju sinni.
    • Um skilmála þessa gilda íslensk lög. Rísi ágreiningur á milli viðskiptavinar og fyrirtækisins vegna túlkun þeirra, sem ekki er unnt að leysa með farsælum hætti milli aðila, skal reka málið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
  1. Gildistími
    • Skilmálar þessir gilda frá og með 14. nóvember 2022 þar til nýir skilmálar taka gildi.

Útgáfa 1.2

 

Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.