Skilmálar um vafrakökur

Vafrakökur eru gagnaskrár sem vafrinn þinn geymir. Tilgangur þeirra er að bæta virkni vefsíðna, greina notkun vefsíðna og til að beina sölu- og markaðsefni til tiltekinna hópa eða einstaklinga. Vafrakökur geta innihaldið stafi, númer og/eða upplýsingar um dagsetningu, en engar persónulegar upplýsingar um notendur eru geymdar.

Með því að samþykkja skilmála Jens Guðjónsson ehf. (hér eftir, „Jens“, „fyrirtækið“ eða „við“) heimilar þú fyrirtækinu m.a. að:

  • Bera kennsl á notendur sem hafa áður heimsótt vefinn;
  • gera notendum auðveldara um vik að vafra um vefsvæðið;
  • leyfa viðeigandi starfsfólki fyrirtækisins að nota gögnin til að þróa og/eða bæta þjónustu vefsvæðisins;
  • birta notendum auglýsingar.

Fyrirtækið notar upplýsingatækniþjónustur frá þriðja aðila (t.d .Google Analytics, Facebook Pixel og Mailchimp) til að greina vefumferð, mæla virkni auglýsinga og birta notendum sérsniðnar auglýsingar. Þessir aðilar safna ópersónugreinanlegum uppýsingum sem þeir nota til að birta fyrirtækinu skýrslur í þeim tilgangi að þróa og/eða bæta þjónustu fyrirtæksins. Þessir aðilar nota eigin kökur til að fylgjast með vefumferð notenda og á grundvelli þeirra áskilur fyrirtækið sér rétt til að birta notendum auglýsingar í gegnum endurmarkaðssetningarkerfi þeirra.

Notendur hafa kost á á stilla vafrann sinn á þann máta að slökkt er á notkun vefkaka, ýmist þannig að þær vistist ekki, eða að vafrinn spyrju um leyfi notenda. Þegar slökkt er á vefkökum getur það haft hamlandi áhrif á tiltekna hluta vefsvæðisins, eða vefsvæðið í heild sinni.

Þegar þú notar vefsvæði fyrirtækisins og heimilar notkun á vafrakökum notar fyrirtækið þær til að safna tæknilegum upplýsingum um notendur, t.d IP-tölur, gerð vélbúnaðar og stýrikerfi.

Útgáfa 1.2
Gildir frá 14. nóvember 2022