Hreinsiefni fyrir silfurskartgripi
Silfurdipp
Þetta hreinsiefni er ætlað fyrir silfurskartgripi. Það fjarlægir dökkan lit af silfurskartgripum og nær alls staðar inn á milli. Þess vegna er gott að nota efnið fyrir t.d. keðjur.
Ofan í krukkunni er lítil karfa sem hægt er að nota við að dýfa skartgripum í löginn.
Gott er að nota hreinsiklút eftir að dippið hefur verið notað til þess að fá glans.
Ath.
Aðeins á að stinga skartgripum ofan í löginn í nokkrar sekúndur og skola svo strax vel með köldu vatni. Efnið er ekki gott að nota á skartgripi sem eiga að hafa dökka fleti.
Hægt er að fá frekari ráðgjöf hjá starfsfólki Jens.
Netpantanir eru að jafnaði afgreiddar næsta virka dag frá kaupum. Ef pöntuð er áletrun á hlut lengist afgreiðslufresturinn um fimm virka daga. Þú færð tölvupóst frá okkur um leið og pöntunin er tilbúin til afhendingar í verslunum okkar eða þegar við komum henni í hendur flutningsaðila sem sér um að koma pöntuninni á áfangastað.