
Moomin kerti - 8 cm
Kerti-lítið
Þetta Moomin kerti var sérstaklega gert fyrir Ísland. Ferlið við gerð myndarinnar var flókið þar sem ekki er leyfilegt að teikna nýjar myndir inní Moomin safnið en höfundur Moomin, Tove Jansson, er látin. Það þurfti því að finna myndir sem höfðu þegar verið teiknaðar af henni og setja saman í mynd sem minnir á Ísland. En það hafðist að lokum fyrir utan notðurljósin en Tove hafði aldrei teiknað þau. Eftir mikla leit fanst hrím á glugga sem tókst að stækka upp svo það minnir á norðurljósin. Á bollanum eru Moomin álfarnir í lóni með hraun í kringum sig undir norðurljósahimni.
Kertið er mótað þannig að yrsta byrgðið bráðnar ekki og því verður kertið að svogerðri lukt þegar það brennur niður og myndin verður upplýst.
Kertið kemur innpakkað í glært sellofan. Kertið er lyktarlaust og er hæð þess 8 cm.
Netpantanir eru að jafnaði afgreiddar næsta virka dag frá kaupum. Þú færð tölvupóst frá okkur um leið og pöntunin er tilbúin til afhendingar í verslunum okkar eða þegar við komum henni í hendur flutningsaðila sem sér um að koma pöntuninni á áfangastað.