Síðustu pöntunardagar fyrir jól
Við viljum tryggja að netpantanir skili sér á áfangastað fyrir jólin og því bendum við á eftirfarandi upplýsingar um afgreiðslu netpantana fyrir jólin og pöntunarfrest.
Viðskiptavinir eru auðvitað hvattir til að ganga frá jólapöntunum sem fyrst, því óviðráðanlegir þættir, eins og t.d. slæmt veður, geta haft neikvæð áhrif á afhendingargetu flutningsaðila.
Við sendum viðskiptavinum staðfestingarpóst um leið og pöntun hefur verið komið í flutningsferli hjá þjónustuaðila okkar, TVG Xpress. Í kjölfar staðfestingarinnar skal beina öllum fyrirspurnum um stöðu afhendingar til TVG Xpress.
Pöntunarfrestur fyrir jól
-
Vörur sem á að áletra
20. desember fyrir kl. 23:59
-
Sendingar út fyrir suðvesturhorn Íslands
21. desember fyrir kl. 22:00
(Borgarfjörður, Grímsey og Mývatn - 20. desember fyrir kl. 22:00)
-
Heimsendingar á höfuðborgarsvæði og suðvesturhorni Íslands
22. desember fyrir kl. 22:00
-
Pantanir sem sækja á í verslun
23. desember fyrir kl. 22:00
Á aðfangadag verður verslun Jens á Granda lokuð, en opið verður í verslunum okkar í Kringlu og Smáralind á aðfangadag milli kl. 10:00 og 13:00