Ferðaskrín frá Stackers

Stackers ferðaskrínin eru frábær fyrir þá sem þurfa reglulega að taka af sér skartgripi, t.d. vegna vinnu, þegar farið er í ræktina eða jafnvel bara í sumarbústaðinn. Ferðaskrínið gerir þér kleift að geyma skartgripina þína á öruggum stað og einfaldar þér að finna skartgripina aftur þegar þú vilt setja þá upp. 

Skartgripirnir eiga skilið gott skipulag

Þú getur geymt allar gerðir skartgripa í ferðaskrínunum frá Stackers. Skrínin eru hólfaskipt og því getur þú haldið skartgripunum þínum í góðu skipulagi. 

 

Vegan leður og mjúkt flauel

Ferðaskrínin frá Stackers eru búin til úr vönduðum efnum. Ytra byrði skrínanna er úr vegan leðri og að innan umlykur flauel skartgripina. 

 

Hvaða litur ert þú?

Við bjóðum Stackers ferðaskrínin í þremur litum: black, blush og taupe (svart, bleikt og grátt)

Hvaða stærð þarftu?

Ferðaskrínin koma í þremur stærðum, og það sem meira er að hjá okkur fylgir minnsta útgáfan með þegar þú kaupir stærstu útgáfuna af skríninu.

Stórt: 9 x 20 x 5cm
Miðstærð: 7 x 16 x 4,2cm
Lítið: 4,3 x 8 x 3,6cm

Skoða Stackers ferðaskrín í vefverslun