Demantshringur
JR-040-G-50-29p
Hringurinn er smíðaður úr 14 karata gulli með ellefu demöntum samtals 29 punktar í TW VS1 gæðum. Miðjudemanturinn er 20 punktar.
Þegar talað er um stærð (og þar með þyngd) demanta er ýmist notast við karöt eða punkta. 29 punkta demantur er 0,29 karöt, en kerfið er keimlíkt metrakerfinu á þann hátt að 100 punktar eru samtals 1 karat.
- Um demanta
Það eru einkum fjórir þættir sem hafa áhrif á ásýnd, gæði og verð demanta. Hér neðar er örstutt samantekt, og við hvetjum þig til að lesa meira um demanta með því að smella hér.
- Caröt: Þau segja til um þyngd þeirra (og þar með stærð). Hér á landi er þyngd demanta iðullega talin í punktum frekar en carötum. 1 carat jafngildir 100 punktum. Þannig að þegar gullsmiðir tala um 10 punkta demant, þá er hann 0,1 carat.
- Litbrigði: Því hvítari sem demantur er, því verðmætari er hann. Litbrigði demanta eru stundum skilgreind með notkun bókstafa við notum upprunalegu litbrigðaheiti demanta í okkar vörulýsingum.
- Hreinleiki: Því hreinni sem demantur er, því skærar skín hann og því verðmætari telst hann. Í stuttu máli fer hreinleikaflokkunin eftir því hve erfitt eða auðvelt er að greina óhreinindi. Ef færir demantasérfræðingar eiga erfitt með að greina óhreinindi við tífalda stækkun í smásjá, þá lenda demantar í háum gæðaflokki. Ef óhreinindin eru slík að auðvelt sé að greina þau við tífalda stækkun eða jafnvel með berum augum, þá enda demantarnir í lágum gæðaflokki.
- Skurður: Langalgengast að notaðir séu demantar með hringlaga skurði sem kallast „brillíant“. Vissulega eru aðrir skurðir notaðir, en það sjaldgæfara, og þá einna helst þegar um er að ræða sérpantanir, a.m.k. í okkar tilfelli.
Netpantanir eru að jafnaði afgreiddar næsta virka dag frá kaupum. Ef pöntuð er áletrun á hlut lengist afgreiðslufresturinn um fimm virka daga. Þú færð tölvupóst frá okkur um leið og pöntunin er tilbúin til afhendingar í verslunum okkar eða þegar við komum henni í hendur flutningsaðila sem sér um að koma pöntuninni á áfangastað.