Gullhringur með steini
JR-618-G-WH-52
Hringurinn er í Gárulínu jens og er handsmíðaður úr 14 karta gulli með cubic zirconia steini. Hringurinn er mjög nettur, um 1 mm á breidd.
Hönnuður og smiður er Berglind Snorra.
- Gárulínan
Skartgripir eru gjarnan keyptir við tímamót í lífi fólks, og þeim ætlað að vera einskonar "minnisvarði" um ákveðna atburð. Við vildum finna leið til að gera fólki kleift að gera skartgripi enn persónlegri, og niðurstaðan úr þeirri vegferð var Gárulínan.
Gárur á vatni myndast við ákveðinn atburð, eins og þegar steinn snertir yfirborð þess. Þó steinninn sé sokkinn eru gárurnar enn sýnilegar og til marks um atburðinn sjálfan. Þaðan var innblástur okkar fenginn - Hver gára táknar ákveðinn atburð í lífi okkar.
Fyrstu gripirnir í þessari skartgripalínu voru Gáruhálsmen sem fást í fjórum stærðum, en hönnunin er þannig að ólíkar stærðir af Gárum geta fallið hver inn í aðra. Gáruhálsmen getur verið ein Gára eða allt að fjórar, og auðvelt er að bæta við nýrri Gáru síðar. Smelltu hér til að hanna þína Gáru
Gárurnar fást í silfri og 14 karata gulli og eru þær ýmist með eða án skrautsteina. Auk hálsmena er einnig hægt að fá hringa, eyrnalokka og armbönd í Gárulínunni. Skoða skartgripalínuna Gárur
Viltu fá tilkynningu þegar varan kemur aftur?
Netpantanir eru að jafnaði afgreiddar næsta virka dag frá kaupum. Ef pöntuð er áletrun á hlut lengist afgreiðslufresturinn um fimm virka daga. Þú færð tölvupóst frá okkur um leið og pöntunin er tilbúin til afhendingar í verslunum okkar eða þegar við komum henni í hendur flutningsaðila sem sér um að koma pöntuninni á áfangastað.