Eilífð er nýjasta skartgripalínan frá Jens og kom í verslanir rétt fyrir jólin 2021. Skartgripirnir í þessari línu eru ýmist smíðaðir úr silfri eða 14 karata gulli. Margir gripanna eru skreyttir steinum á borð við rúbín eða cubic zirconia, en við notum einnig íslensku steinana okkar múgarít og kalsídon.
Hönnuðir og smiðir eru Berglind Snorra og Jón Snorri Sigurðsson.