Nýr jens.is - upplifun viðskiptavina er aðalatriðið

Ég vil bjóða þig og alla aðra velkomna á nýjan og betri jens.is. Vinna við vefinn hefur staðið yfir í nokkurn tíma, en í stuttu máli má segja að lykilatriðin hafi verið að bæta við virkni og einfalda skipulag.

Hlutverk jens.is er tvíþætt; annarsvegar er vefurinn verslun og hinsvegar upplýsingaveita. Gott aðgengi að þessum þáttum er mikilvægt, og því var lögð sérstök áhersla á þennan verkhluta.

Helstu breytingar sem vert er að nefna á þessum tímapunkti eru eftirfarandi:
  • Nýtt veftré, með skýrari aðgreiningu milli verslunarhluta og upplýsingaveitu.
  • Bætt aðgengi að vöruflokkkum og skýrari aðgreining þeirra á milli.
  • Öflugri vörusía með fleiri síunar-möguleikum en áður, m.a. er hægt að velja vörur á ákveðnu verðbili
  • Ný leitarvél sem kemur með tillögur um leið og notandi byrjar að slá inn leitarorð.

Auk þessarra þátta hafa fjölmörg smærri atriði verið tekin í gegn og fleiri nýjungar eru væntanlegar í náinni framtíð.

Breytingar á notendaumhverfi eru alltaf vandasamar. Í þessu tilfelli hefur grunnskipulag vefsins verið tekið algjörlega í gegn, og breytingar á framsetningu vefsins því óhjákvæmilegar. En það er von mín að breytingarnar skili sér í betri upplifun fyrir þig og aðra notendur því það er aðalatriðið í þessu öllu saman.

Velkomin á jens.is, hvernig getum við aðstoðað?

Ívar Örn Indriðason,
markaðsstjóri Jens