Íslenska  English 
Fáðu lánaða skartgripi – Jens
Karfa 0
Fáðu lánaða skartgripi - Jens

Fáðu lánaða skartgripi

0 kr

Þú getur fengið lánaða skartgripi til að bera á brúðkaupsdeginum þínum, þér að kostnaðarlausu. Komdu tímanlega til okkar og veldu skartgripina, en starfsfólk Jens mun aðstoða við valið og geyma skartgripina. Þú kemur svo stuttu fyrir brúðkaupið og færð skartgripina afhenta. 

Við tökum ekkert gjald fyrir þessa þjónustu, en við þurfum hinsvegar að ganga frá tryggingu áður en við afhendum skartgripina. Tryggingin virkar þannig að við framkvæmum Netgíró-rukkun, en það tekur tvær vikur fyrir slíka rukkun að ganga í gegn. Það eina sem þú þarft að gera er að skila skartgripunum innan þessara tveggja vikna, og þá fellum við niður Netgíró-rukkunina. Meira úr þessu safni