
Hreinsisett
hreinsisett
Settið inniheldur skartgripasápu, bursta og hreinsiklút. Settið er notað fyrir allar gerðir málma og steina, þar með talið gull, hvítagull, silfur, stál og demanta.
Gott er að nota sápuna fyrst en hún tekur óhreinindi af málminum og nær að hreinsa óhreinindi af steinum og undan þeim. Þar af leiðandi ná þeir að glitra meira.
Auðvelt og þægilegt í notkun og bursti fylgir með fyrir staði sem erfitt er að ná á.
Skartgripasápan er 100% náttúruvæn. Eftir hreinsun með skartgripasápunni er gott að nota klútinn á þuran málminn. Klúturinn tekur af það sem hefur fallið á og gefur góðan glans.
Athugið að bleyta ekki klútinn eða þvo hann því í honum eru efni sem vinnur á málmunum. Þessi samsetning ætti að gefa þér bestu mögulegu útkomuna í hreinsun skartgripa.
Netpantanir eru að jafnaði afgreiddar næsta virka dag frá kaupum. Ef pöntuð er áletrun á hlut lengist afgreiðslufresturinn um fimm virka daga. Þú færð tölvupóst frá okkur um leið og pöntunin er tilbúin til afhendingar í verslunum okkar eða þegar við komum henni í hendur flutningsaðila sem sér um að koma pöntuninni á áfangastað.