Gjafir fyrir hann

Ertu að leita að gjöf ? Við erum sennilega þekktust við skartgripina okkar en við bjóðum einnig upp á ýmiss konar gjafavöru

Secrid veskin eru margverðlaunuð hollensk hönnun en um er kortahólk úr áli sem gerir aðgengi að kortunum mjög þægilegt. Veskin koma í þremur útfærslum (Cardholder, Slimwallet og Miniwallet) og hver útfærsla er til í mörgum litum og áferðum.

Skartgripaskrínin frá Stackers eru tilvalin til að geyma skartgripi og úr á stílhreinan hátt. Í þessari línu er einnig að finna ferðaskartgripaskrín og úrabox.