Hönnuður jólaóróa Georg Jensen árið 2020 er Sanna Lund Traberg. Hún segir gripinn endurspegla magnað náttúruform sem brýst fram á veturna, en hún sótti innblástur sinn til vetrarblóma sem hún ræktar í garðinum sínum.
Blómið er búið til úr látúni og eru tvær útfærslur í boði. Annarsvegar með 18 karata gullhúð, og hinsvegar með palladium-húð. Að venju, þá fylgja tvennskonar borðar með; grænn og rauður.